1. bloggfærslan

Góðan daginn, langar svolítið að tala um lífið og tilveruna hérna í Danaveldi . Hér hef ég búið í 10 ár og er ekkert á leið til Íslands aftur . Ég er gift og 2 stráka sem báðir eru farnir að heiman . Eldri strákurinn býr á íslandi núna með konu og barni og yngri drengurinn býr hér í Dk með kærustu sem á eitt barn 4 ára og svo er eitt á leiðinni sem þau eiga saman Smile . Maðurinn minn vinnur á flutningarbíl og ég varð gerð að öryrkja hér í DK fyrir ca. 7 árum . Svo ég er meira og minna heima alla daga , enda er það minn öruggasti staður . Ég er mikið á facebook og fylgist vel með ættingjum og vinum , enda hef ég gaman af því og gleðst með fólki og syrgi ef svo á við . Núna erum við hjónin nýflutt út á land eins og íslendingar myndu segja það . Og ég veit að okkur á eftir að líða vel hér . Smile  jæja nóg í bili nú . knús til allra og eigið góðan dag ! Smile

Athugasemdir

1 identicon

Hvert út á land fóruð þið?

Sigrún Borg (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 17:29

2 identicon

vonandi maður muni bara að fylgjast með hér líka .. knús á þig og gengi ykkur hjónum vel á nýjum stað :)

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 21:53

3 identicon

Hæ Kolla mín, gaman að sjá síðuna þína. Hlakka til að fylgjast með ykkur áfram í dk og vona að þið verðið ánægð í sveitinni. Ég var allavega ánægð í minni sveit. Knús á ykkur Mumma

Svava Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 22:32

4 identicon

Var verið að flytja langt.

Elín Guðrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband